Þauli Eyjafjarðar 2020 - kynning

Þaulinn, gönguleikur Ferðafélags Akureyrar, kynning í húsnæði FFA Strandgötu 23, fimmtudaginn 28. maí kl. 17.00.

Nú hefur fjölskylduleikurinn Þaulinn göngu sína níunda árið í röð. Vinsældir hans aukast með hverju árinu. Í fyrra tóku 250 manns þátt í leiknum.

Leikurinn er annars vegar fyrir fullorðna og hins vegar fyrir börn (yngri en 12 ára). Þátttakendur fá bækling með leikreglum. Á vissum stöðum finna þeir leyniorð og gata svarblað sem er í bæklingnum. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þá sem eru svo heppnir að verða dregnir úr innsendum svarblöðum. Öll börn sem skila inn lausnum fá viðurkenningarskjal.

Við hvetjum sem flesta til að taka þátt í þessum skemmtilega fjölskylduleik sem býður upp á holla og skemmtilega útiveru í Eyjafirði og nágrenni.

Á kynningunni verða gefnar upplýsingar um gönguleiðir í leiknum og annað sem máli skiptir. Um leið er hægt að skrá sig og fá bæklinginn. Fyrsta stöðin í leiknum er á skrifstofu FFA.