Þverárgil í Eyjafirði -aflýst

Þverárgil í Eyjafirði skorskorskor

Kl. 17:30 í húsnæði FFA, Strandgötu 23, á einkabílum. Vegna hertra COVID-reglan verður ekki safnast saman í bíla heldur verða þeir saman í bíl sem koma saman.
Í húsnæði FFA við Strandgötu 23 mun séra Svavar A. Jónsson kynna bókina sína og þeir sem vilja geta fengið hana keypta hjá honum. Ennfremur gefur hann góð ráð við myndatöku fossa.

Í framhaldinu verður haldið að Þverárgili í Eyjafirði, Þverá efri. Þar leiðir Svavar svo göngu upp með gilinu þar sem hægt er að sjá nokkra fallega fossa þar á meðal Foss í Mjaðmá og Litla-Goðafoss. Ferðin tekur 2 – 3 tíma og er einhver hækkun upp með gilinu til að sjá fossana. Gert er ráð fyrir að koma til baka milli kl. 20 og 21.

Fólk er beðið að virða hertar reglur vegna COVID-19 hvað varðar 2m bil og sóttvarnir.

Fararstjóri: Svavar A. Jónsson
Verð: 2.000 / 1.500 kr. Innifalið: Fararstjórn.

Skráning