Tyrfingsstaðir-Merkigil-Ábær-Skatastaðir

Tyrfingsstaðir - Merkigil - Ábær - Skatastaðir 

Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Herdís Zophoníasdóttir
Ekið vestur í Skagafjörð og fram á Kjálka. Fyrsti áfangi er Tyrfingsstaðir þar sem gamli torfbærinn verður skoðaður. Frá Tyrfingsstöðum er ekið inn fyrir bæinn Gilsbakka þaðan sem gangan hefst og gengið niður og um gilið heim að bænum Merkigili. Síðan er gengið áfram sem leið liggur að Ábæ þar sem verður áð og kirkjan skoðuð. Gengið til baka að kláfnum til móts við bæinn Skatastaði vestan ár þar sem við erum ferjuð yfir Austari-Jökulsá þar sem rútan bíður hópsins. Lengd göngu er um 17 km. Gönguhækkun lítil sem engin nema upp úr gilinu.
Verð: 13.000/15.000. Innifalið: Fararstjórn og rúta.
Staðfestingargjald 3.000 kr. Þessa ferð þarf að greiða að fullu þremur dögum fyrir brottför.
Lágmarksfjöldi til að ferð verði farin: 10 manns.

Skráning