Afmælisraðganga FFA fjórði áfangi 22. ágúst

4. áfangi - sunnudaginn 22. ágúst: Gengið úr Bárðardal austur yfir Fljótsheiði í Mývatnssveit

Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn og leiðsögn: Ingvar Teitsson
Verð: 8.000/6.500. Innifalið: Rúta, fararstjórn og leiðsögn.
Ekið austur í Bárðardal. Frá brúnni yfir Skjálfanda­fljót hjá Stóruvöllum er gengið að bænum Sandvík og austur á Fljótsheiði. Gengið verður á Jafnafell (500 m) en af fellinu er mjög víðsýnt. Síðan er gengið að býlinu Stöng og að Helluvaði í Mývatnssveit. Ferðinni lýkur með sögustund og fótabaði í Laxá. Rúta sækir hópinn í Helluvað. Staðkunnugur fararstjóri mun segja frá áhugaverðum þáttum úr sögu heiðarinnar. Vegalengd: 20 km, lóðrétt hækkun: 300 m. Áætlaður ferðatími: 9-11 klst.

Þátttakendur í ferðum FFA eru minntir á að virða gildandi sóttvarnareglur og eins metra fjarlægð, gæta hreinlætis og hafa handspritt og grímur meðferðis.

Skráning