Afmælisraðganga FFA sumarið 2021

Á árinu 2021 eru 85 ár síðan Ferðafélag Akureyrar var stofnað. Af því tilefni verður raðganga með sögulegu ívafi frá Akureyri yfir í Mývatnssveit í fjórum áföngum, fjóra sunnudaga frá lokum júlí og fram í ágúst. Þetta eru tiltölulega léttar göngur og er erfiðleikastigið metið 1-2 skór (sjá lýsingu á hverri ferð). Rúta verður í öllum ferðunum. Fararstjórarnir þekkja allir vel til þeirra staða sem þeir ganga. Verð í hverja göngu: 6.500 fyrir félagsmenn og maka og 8.000 fyrir aðra. Innifalið: Rúta, fararstjórn og leiðsögn. Nánari upplýsingar og skráning hér