Allir skálar FFA hafa verið opnaðir

Nú hafa allir skálar FFA verið opnaðir. Þeir eru Dreki, Laugafell, Þorsteinsskáli í Herðubreiðalindum auk gönguskálanna Lamba á Glerárdal, Bræðrafells, Botna og Dyngjufells. Frekari upplýsingar um skálana eru á síðu FFA. Gisting er pöntuð með því að senda póst á ffa@ffa.is eða hringja í síma 462 2720 alla virka daga kl. 14-17 í sumar.

Við hvetjum fólk eindregið til að skoða þennan gistimöguleika, það eykur á upplifun fólks af ferðum á hálendinu og á gönguferðum að leggjast til svefns og vakna á fjöllum.