Árbók FÍ og tímaritið Ferðir 2025 komið í hús

Árbók FÍ 2025 og tímaritið Ferðir 2025 sem FFA gefur út eru komnar í hús á Strandgötunni til dreifingar. Titill árbókarinnar í ár er Fuglar og fuglastaðir og tímaritið Ferðir inniheldur skemmtilegar greinar um ferðir erlendis og á Íslandi. Félagar í FFA sem greitt hafa árgjaldið fyrir árið 2025 geta sótt bókina og tímaritið á skrifstofu FFA Strandgötu 23 næsta daga milli kl. 9 og 13 en í maí og júní er hægt að nálgast bókina milli kl. 9 og 17 mánudaga til fimmtudaga en á föstudögum er opið til kl. 16.

Ef einhverjir vilja fá hana keyrða heim má senda póst á ffa@ffa.is

Félagar sem eiga eftir að greiða árgjaldið eru hvattir til að greiða það til að fá bókina og tímaritið. Margvíslegur ávinningur fylgir því að vera félagi í Ferðafélagi Akureyrar.
Sjá þennan hlekk

Hægt er að lesa nánar um árbók FÍ 2025 í þessum hlekk: https://www.fi.is/is/fi/frettir/arbok-fi-2025