Árlegur félagsfundur FFA fellur niður

Vegna fjöldatakmarkana í samfélaginu er ekki hægt að boða til árlegs félagsfundar í janúar 2021.  Þess í stað setur stjórn inn svolítið yfirlit yfir árið á heimasíðu FFA ásamt myndum úr starfinu. Sjá tengil hér.

Við bendum áhugasömum líka á að skoða „Myndir“ 2020 á síðu FFA.

Aðalfundur FFA verður haldinn í mars ef allt gengur að óskum í samfélaginu.

Með von um gott ferðaár 2021 og að þið hafið ánægju af að renna yfir þetta yfirlit.

Þorgerður Sigurðardóttir, formaður FFA