Bræðrafell - Askja

Minnum á ferðina í Bræðrafell sem farin verður 28.-31. júlí. Hvetjum sem flesta til að taka þátt. Skráning á www.ffa.is

Bræðrafell – Askja Myndir

28.-31. Júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum (jeppum) frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Verð: 31.400/19.500. Innifalið: Fararstjórn og gisting.
Bílar þátttakenda verða ferjaðir af landvörðum frá Herðubreiðarlindum  upp í Dreka.
1.d. Ekið í Herðubreiðarlindir og eftir kaffihressingu er gengið um  fremur greiðfært hraun í Bræðrafell og gist þar, 18 km.
2.d. Gengið á Kollóttudyngju og Bræðrafellið skoðað. Gist í Bræðrafelli.
3.d. Gengið frá Bæðrafelli í Drekagil, 18 km. Gist í Dreka.
4. d. Gengið frá Dreka yfir Dyngjufjöll að Öskju. Hópurinn sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka í Dreka þar sem bílarnir bíða. Ekið heim um kvöldið.