Ferðaáætlun FFA 2022 og fleira áhugavert

Gleðilegt ár kæru félagar í FFA og aðrir áhugasamir um útivist.

Árið 2021 var metár hjá FFA í þátttöku í ferðum og verkefnum hjá FFA og ætlum við gera enn betur 2022 með glæsilegri ferðaáætlun sem er komin á heimasíðuna, skíðanámskeiðum og síðar á árinu gönguhópum. Hægt er að sjá ferðaáætlun FFA 2022 í heild sinni á heimasíðunni, einnig er hægt að fletta í gegnum „Næstu ferðir“ og sjá þar hverja ferð fyrir sig.

Á facebook eru allar ferðirnar komnar inn sem viðburðir og hægt að merkja við „Hef áhuga“ þá poppa þær upp hjá viðkomandi þegar kemur að ferðinni. Svo er alltaf hægt að deila og bjóða svo aðrir missi ekki af ferð. Þeir sem eru á gangi á Strandgötunni á Akureyri ættu að stoppa við húsnæði FFA nr. 23 og skoða áætlunina því þar er hún birt á skjá í glugga.

Við vekjum sérstaka athygli á miklum fjölda gönguskíðaferða frá febrúar og fram í maí svo og fjallaskíðanámskeiðum í janúar og mars. Sumarleyfisferð um Öskjuveginn hefur verið beðið eftir, Bræðrafell-Askja er vinsæl svo og gangan á Herðubreið. Í þessar ferðir þarf að takmarka fjölda þátttakenda og því um að gera að skrá sig sem fyrst.

Tökum skrefið sem eru sunnudagsgöngur hjá FFA hefjast í janúar eða byrjun febrúar, fylgist með.