Ferðakynning FFA 2024

Ferðaáætlun FFA 2024 verður kynnt í heild sinni í máli og myndum þann 4. apríl kl. 20 í Verkmenntaskólanum á Akureyri (gengið inn að vestan).

Barna- og fjölskylduferðir verða einnig kynntar auk hreyfiverkefna sumarsins.

Gestur kvöldsins verður Ragnhildur Jónsdóttir. Erindi hennar heitir Aconcagua 7000m - hvers vegna? Þar segir hún frá ferð sinni á hæsta tind Suður-Ameríku og hæðaraðlögun í þremur heimsálfum.

Útivistarverslanirnar Fjallakofinn, Sportver og Útisport verða með kynningu á sínum vörum.

Aðgangur ókeypis.