FFA auglýsir eftir starfsmanni á skrifstofu sína

Ferðafélag Akureyrar

óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu sína frá og með 1. júní 2024.

Um er að ræða fjölbreytt starf sem er tilvalið fyrir fólk sem hefur áhuga á útivist og ferðalögum.

Helstu verkefni:

  • Almenn skrifstofustörf
  • Bókanir í skála og innheimta gistigjalda
  • Upplýsingagjöf um ferðir, skála félagsins, aðstæður á fjallvegum og fleira
  • Umsjón með ferðum þ.e. auglýsingu, skráningu og brottför
  • Samskipti við skálaverði og fararstjóra
  • Annað sem til fellur

Hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði ferðaþjónustu eða reynsla af ferðaþjónustustörfum æskileg
  • Reynsla af skrifstofustörfum æskileg
  • Góð tölvukunnátta nauðsynleg
  • Bókhaldskunnátta æskileg (FFA notar DK bókhaldskerfi)
  • Góð samskiptahæfni mikilvæg
  • Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði
  • Þarf að geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi

Um er að ræða fullt starf frá 1. maí til 30. september og hálft starf frá 1. október til 30. apríl.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorgerður Sigurðardóttir, formaður í síma 692-6904. Umsækjendur sendi umsókn með upplýsingum um menntun, fyrri störf og meðmælendur á netfangið formadur@ffa.is.

Umsóknarfrestur er til 22. apríl næstkomandi.