Fjallahjólanámskeið FFA sumar 2022 - í léttari kantinum

Vantar þig grunninn til að geta notið fjallahjólreiða á eigin spýtur eða félagsskapinn til að koma þér af stað á hjólinu? Þá er þessi fjallahjólahópur fyrir þig, námskeið sem allir geta tekið þátt í og fínt start á hjólasumrinu. Dagskráin byggist upp á fimm skiptum.

Þátttakendur fá grunnfræðslu um þann búnað sem er nauðsynlegur í fjallahjólreiðum og helsta viðhald á hjólinu og einnig tilsögn um hvernig best er að beita sér á hjólinu við mismunandi aðstæður. Kannaðar verða vinsælar fjallahjólaleiðir á Akureyri og í nágrenni og byrjað á leiðum sem ættu að vera á allra færi. 

Verkefnið hefst 2. júní og því lýkur 3. júlí.

Umsjón með verkefninu hafa Unnur Ósk Unnsteinsdóttir og Guðrún Elísabet Jakobsdóttir. Þær eru jafnframt fararstjórar í ferðum auk Sigfríðar Einarsdóttur.
Fyrirspurnum má beina til Unnar eða Guðrúnar; unnsteinsdottir@gmail.com, gejako@visir.is eða í síma 869-7088.
Fyrirspurnir er einnig hægt að senda á netfangið formadur@ffa.is

Skráningu lýkur 27. maí. Nánari upplýsingar eru hér ásamt dagskrá.

SKRÁNING