Komdu með í útivist hjá FFA 2022

 

Komdu með í útivist hjá FFA!

 

Ertu alltaf á leiðinni að hefja útivist og (fjall) göngur en kemur þér ekki af stað? Þá er þetta eitthvað fyrir þig. Stutt námskeið sem allir geta tekið þátt í og kemur fólki af stað.

Þátttakendur fá fræðsluefni sent, með góðum ráðum og búnaðarkynningu um það nauðsynlegasta og hvernig maður býr sig í gönguferðir svo og leiðarval. Umræður um mat á eigin getu í ferðum og áður en lagt er af stað. Léttar ferðir í byrjun námskeiðs. Gott utanumhald um hópinn sem verður í öruggum höndum reyndra fararstjóra og góð upplýsingagjöf verður veitt á facebókarsíðu hópsins. 

Eftir námskeiðið ætti fólk að vera tilbúið til að fara í ferðir með FFA eða taka þátt í hreyfiverkefnum hjá félaginu.  

Verkefnið hefst 26. apríl og því lýkur 21. maí. Hópurinn hittist fimm sinnum skv. auglýstu plani; sjá nánar hér

Lágmarksfjöldi er 12 manns og hámarksfjöldi 20 manns. 

Umsjón með verkefninu hafa Anna Sigrún Rafnsdóttir og Kristján Hreinsson og eru þau jafnframt fararstjórar í ferðunum.
Fyrirspurnum er hægt að beina til Önnu Sigrúnar á netfanginu annasr45@gmail.com eða í síma 848 1090. Fyrirspurnir er einnig hægt að senda á netfangið formadur@ffa.is

Skráningu lýkur 19. apríl og verkefnið hefst 26. apríl. Skráningarhnappur er hér á síðunni.

Verð: 15.500 kr. Greiða þarf námskeiðið þegar skráningu lýkur; krafa verður stofnuð í netbanka.

Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð. FFA tryggir hvorki farþegar sína né farangur þeirra og hvetur fólk til að kynna sér eigin heimilistryggingar eða kaupa ferða- og slysatryggingu.