Gengið inn í haustið með FFA

Skráningu lýkur 6. september

Gengið inn í haustið með FFA- Hópur fyrir fólk sem vill ná lengra

Gengið inn í haustið með FFA er fyrir fólk sem hefur einhverja reynslu af fjallgöngum eða er í ágætu gönguformi og langar að kynnast göngum í brattlendi betur. Verkefnið saman stendur af þremur styttri göngum í nærumhverfi Akureyrar og þremur lengri fjallgöngum.
Fararstjórar leggja áherslu á að allir njóti sín, upplifi sig örugg og komi úr göngu full tilhlökkunar í þá næstu.

Hér má sjá áætlun fyrir ferðirnar.

Verkefnið hefst 13. september og því lýkur um miðjan október.
Umsjónarmenn og fararstjórar eru: Arnar Bragason og Eyrún Þorfinnsdóttir.
Verð 20.500 kr.
Meira um verkefnið hér og skráning.