Komdu með í útivist hjá FFA!

Ertu alltaf á leiðinni að hefja útivist og (fjall) göngur en kemur þér ekki af stað? Þá er þetta eitthvað fyrir þig. Stutt námskeið sem allir geta tekið þátt í.

Byrjað verður með fræðslu, góðum ráðum og búnaðarkynningu um það nauðsynlegasta og hvernig maður býr sig í gönguferðir svo og leiðarval. Umræður um mat á eigin getu í ferðum og áður en lagt er af stað. Rætt verður um þá tækni sem gott er að nota til að fylgjast með eigin árangri. Farið verður í fjórar æfingaferðir þar sem þátttakendur æfa það sem þeir hafa lært og finna sinn gönguhraða. Um er að ræða fastan hóp sem haldið verður vel utan um meðal annars með öruggri fararstjórn, fésbókarsíðu og góðri upplýsingagjöf.

Eftir námskeiðið ætti fólk að vera tilbúið til að fara í ferðir með FFA eða taka þátt í hreyfiverkefnum hjá félaginu.  

Verkefnið hefst 14. og 15. apríl og hittist hópurinn fimm sinnum, sjá plan hér.

Lágmarksfjöldi er 12 manns og hámarksfjöldi 18 manns.
Vegna fjöldatakmarkana verða tveir hópar meðan 10 manna viðmið gildir. Þátttakendur þurfa að koma á eigin bílum.

Leiðbeinendur og umsjón: Anna Sigrún Rafnsdóttir og Kristján Hreinsson.

Verð: 14.900 kr. Gert er ráð fyrir að greitt sé við skráningu.

Skráningu lýkur 12. apríl og verkefnið hefst 14. eða 15. apríl. Hægt er að skrá sig (nafn, kennitala og símanúmer) á ffa@ffa.is. Þangað er einnig hægt að beina fyrirspurnum svo og hringja í síma 462 2720 milli kl. 11 og 13. Leiðbeinendur svara einnig fyrirspurnum.

Á facebook er stutt myndbandskynning um námskeiðið.