„Komdu út“ í íslenska sumarið

Það er ógleymanleg upplifun að næra líkama og sál úti undir beru lofti. Í ár býður Ferðafélag Akureyrar upp á spennandi valkost fyrir fólk sem hefur ánægju af útivist.

Gönguhópurinn „Komdu út“ er fyrir alla þá sem eru í þokkalegu gönguformi og miðast þyngdarstig og gönguhraði ferða við tvo skó eða svo. Um er að ræða gönguhóp sem haldið verður vel utan um m.a. með öruggri fararstjórn, fésbókarsíðu og góðri upplýsingagjöf. Haft verður að leiðarljósi að „njóta en ekki þjóta“.

Farið verður í skipulagðar gönguferðir frá maí og fram í september (engar ferðir verða í júlí). Sjá ferðaplan hér.

Ferðirnar verða á fimmtudögum kl. 18:00 og sunnudögum kl. 09:00. Farnar verða 12 ferðir á tímabilinu. Á sunnudögum er gert ráð fyrir dagsferðum, 5 – 7 tímar með akstri en á fimmtudögum eru ferðirnar styttri eða 2-3 tímar með akstri. Þátttakendur koma á eigin bílum.

Lágmarksfjöldi er 12 þátttakendur.

Umsjón með verkefninu hafa Anna Sigrún Rafnsdóttir og Kristján Hreinsson.

Verð: 36.000 kr. fyrir félaga í FFA. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir aðra bætist félagsgjald í FFA við sem er 8.600 kr.
Gerast félagi í FFA

Skráning er á ffa@ffa.is. Þangað er einnig hægt að beina fyrirspurnum svo og hringja í síma 462 2720 á milli kl. 11 og 13.