Næsta ferð 17. september: Haustlitaferð í Jökulsárgljúfur

Haustlitaferð í Jökulsárgljúfur. Hólmatungur-Ásbyrgi

Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Guðlaug Ringsted
Farið með rútu í Hólmatungur í Jökulsárgljúfrum. Síðan er gengið niður með gljúfrum Jökulsár á Fjöllum en í miklum jökulflóðum hefur hún mótað það fjölbreytta landslag sem við göngum um. Gengið um Hólmatungur, Vesturdal, Hljóðakletta og Kvíar. Haustlitaferð í smáfríðu og stórbrotnu landslagi sem varla á sinn líka hér á landi. Vegalengd 23 km. Gönguhækkun óveruleg. Vaða þarf yfir eina á og því gott að hafa vaðskó eða ullarsokka meðferðis.
Verð: 14.000/16.000. Innifalið: Fararstjórn og rúta.
Þessa ferð þarf að greiða að fullu þremur dögum fyrir brottför, því er æskilegt að skrá sig í ferðina eigi síðar en 14. september nk.

Skráning