Næsta ferð 18. september: Heimsókn í gíga Kröflugosa

Heimsókn í gíga Kröflugosa. Jarðfræði og hraunmyndanir

Brottför kl. 8 á einkabílum (jeppum) frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Þóroddur Þóroddsson
Ekið að bílastæði við Víti. Leyfi hefur fengist til að aka þaðan eftir slóð sem fær er venjulegum jeppum. Ekið verður norður fyrir Hreindýrahól og þaðan gengið norður á Sandmúla og að hraunum Kröfluelda vestan hans. Gengið um gíga og hraun frá goshrinum 1980 og 1981 og fylgt gossprungum til suðurs, þaðan gengið austur að bílum. Vegalengd um 10 km en á köflum um mjög úfið hraun. Gönguhækkun 200-300 m.
Verð: 3.000/4.500. Innifalið: Fararstjórn.

Þeim sem hentar betur að mæta beint á upphafsstað göngunnar (bílastæði við Víti) er bent á að hafa samband við skrifstofu FFA varðandi greiðslu. Skrifstofan er opin virka daga kl. 14:00-17:00. Netfang: ffa@ffa.is / sími: 462 2720

Skráning