Næsta ferð 19. september: Þorvaldsdalur -haustlitaferð

Þorvaldsdalur. Haustlitaferð

Brottför kl. 8 á einkabílum og rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Anna Sigrún Rafnsdóttir og Kristján Hreinsson
Verð: 7.000/5.500. Innifalið: Fararstjórn og rúta.
Ekið á lokastað göngunnar þar sem bílar eru skildir eftir. Rútan flytur göngumenn á upphafsstað göngunnar við Stærri-Árskóg eða að Hrafnagilsá ef færð leyfir. Gengið þaðan í Fornhaga í Hörgárdal. Í Þorvaldsdal er að finna fjölbreytt og sérkennilega fagurt landslag. Mikill og fjölbreyttur gróður og sögulegar minjar eyðibýla. Vegalengd 25 km. Gönguhækkun 500 m.

Þátttakendur í ferðum FFA eru minntir á að virða gildandi sóttvarnareglur, gæta hreinlætis og hafa handspritt (og grímu) meðferðis.

Skráning