Næsta ferð 23. júlí: Laxárdalur í Austur-Húnavatnssýslu

Laxárdalur í Austur-Húnavatnssýslu

Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Þorlákur Axel Jónsson
Ekið að bænum Gautsdal þar sem gangan hefst út dalinn út að Kirkjuskarði. Laxárdalur er eyðidalur þar sem sagan er við hvert fótmál. Fararstjórinn þekkir afar vel til og segir sögur af mönnum og byggð í dalnum en nokkur byggð var í dalnum fram á síðustu öld. Eftir göngu verður komið við í Kúskerpi rétt norðan við Blönduós þar sem Þorlákur stundar skógrækt. Vegalengd 13 km. Gönguhækkun lítil.
Verð: 13.000/15.000. Innifalið: Fararstjórn og rúta.
Staðfestingargjald 3.000 kr. Þessa ferð þarf að greiða að fullu þremur dögum fyrir brottför, því er æskilegt að skrá sig í ferðina eigi síðar en 20. júlí nk.
Lágmarksfjöldi til að ferð verði farin: 10 manns.

Skráning