Hjóla- og gönguferð
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23 en ekki sameinast í bíla nema þeir sem ferðast saman, t.d. frá sama heimili.
Fararstjórar: Stefán Sigurðsson og Ingimar Árnason.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn og flutningur á hjólum.
Stefnt er að því að hjóla hringinn í Svarfaðardal sem er 26 km. Hækkun á leiðinni er óveruleg.
Stoppað verður á nokkrum stöðum þar á meðal við Húsabakka og gengið yfir í friðland Svarfdæla og yfir hengibrúna sem liggur yfir í Hánefsstaðaskóg. Þar snæðir fólk nesti. Hjólað til baka að bílunum. Gert er ráð fyrir að ferðinni ljúki um kl. 13. Hafið með ykkur nesti, góðan hlífðarfatnað og handspritt. Munið að skrá ykkur hér