Næsta ferð 4. september: Siglunes: Sigling, sögu- og gönguferð

Siglunes: Sigling, sögu- og gönguferð  

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Una Þórey Sigurðardóttir og Gestur Hansson.
Verð: 13.500/12.000. Innifalið: Fararstjórn, sigling og leiðsögn um Siglunes.
Siglt frá Siglufirði út á Siglunes. Gengið um Siglunes og saga staðarins rifjuð upp af staðkunnugum leiðsögumanni. Síðan haldið áleiðis fram Nesdal og yfir Kálfsskarð til Siglufjarðar. Vegalengd 15-16 km. Gönguhækkun 450 m. Þessa ferð þarf að greiða að fullu tveimur dögum fyrir brottför, krafa verður stofnuð í netbanka.

Þátttakendur í ferðum FFA eru minntir á að virða gildandi sóttvarnareglur, gæta hreinlætis og hafa handspritt meðferðis.

Skráning