Tröllin á Glerárdal, gönguleið að vestan
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Einar Bjarki Sigurjónsson
Ekið er að bílastæði við veg að Glerárstíflu þaðan sem genginn er vegurinn inn að stíflu Glerárvirkjunar 2 og haldið inn vesturbakka Glerárinnar. Vaða þarf yfir Heimari-Lambá á hentugum stað á aurkeilunni og gengið áfram að Fremri-Lambá þar sem hægt er að fara yfir á brú. Gengið að vatninu Tröllaspegli. Stiklað er yfir Stóralæk og gengið upp að Tröllunum sem eru 30 - 40 m háir bergstandar. Sama leið farin til baka að bílastæðinu. Göngulandið er gróið og eitthvað um mýrlendi. Nauðsynlegt: Vaðskór, mjög gott að hafa göngustafi í þessu göngulandi og góðir gönguskór nauðsynlegir, helst vatnsheldir.
Vegalengd alls um 20 km. Gönguhækkun um 900 m.
Verð: 5.000/6.500. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.