Næsta ferð 8. júlí: Grímubrekkur við Dalvík

Grímubrekkur við Dalvík

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Kristján E. Hjartarson
Lagt af stað frá Dalvíkurkirkju og gengið upp Böggvisstaðadal/Upsadal. Síðan er gengið upp Grímudal og Grímubrekkur þar til komið er í skarðið norðan við Einstakafjall. Þaðan er svo haldið niður í Kálfsárdal og dalurinn genginn að bænum Kálfsá í Ólafsfirði þar sem rúta bíður. Rútan ekur þátttakendum að Dalvíkurkirkju þar sem bílarnir bíða.
Vegalengd 14-15 km. Gönguhækkun um 910 m.
Verð: 7.000/9.000. Innifalið: Fararstjórn og rúta.
Þessa ferð þarf að greiða að fullu fyrirfram, krafa verður stofnuð í netbanka. Sjá nánar um greiðsluskilmála hér

Búnaðarlisti

Skráning