Næsta ferð: Hjólaferð í Mývatnssveit

Hjóla og gönguferð Hjol Hjol Hjol Myndir
20. maí. Brottför kl. 8
á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Sjá mánar á ffa.is.
Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.

Stutt lýsing:

Ekið að Reykjahlíð í Mývatnssveit með hjól á kerrum. Hjólað verður rangsælis umhverfis vatnið. Í leiðinni verður hjólað að Belgjarfjalli og gengið á það (ca. 4 km), einnig hjólað að Hverfjalli og gengið á það.


Lengri lýsing:

Lagt verður af stað kl. 08:00 austur og hefst hjólaferðin við Strax verslunina í Reykjahlíð um kl. 09:45. Hjólað verður rangsælis kringum vatnið. Hjólað verður eins nálægt Vindbelg og færð leyfir og gengið á fjallið. Þaðan er skemmtilegt útsýni yfir sveitina. Göngulengd er ca. 4 km. 
Að því loknu er nestispása. 
Síðan er hjólað áfram sem leið liggur og næsta pása er við Skútustaði, hjólum út að gervigígunum þar. Þaðan er hjólað sem leið liggur að Hverfjalli og gengið upp á brún. Þeir sem ekki nenna þessum útúrdúr hjóla áfram á byrjunarstað. Hjóluð vegalengd er ca 42 km. 

Í fyrra tók þessi ferð í kringum vatnið með göngu og pásum um 5 klst.
Gert er ráð fyrir heimkomu milli 17:00 og18:00.

Í þessum ferðum sem farnar hafa verið hafa fararstjórar komið með kerrur þ.a. hjól þátttakenda hafa komist fyrir á þeim.

Lengd: 42 km. Hækkun: Hverfjall 140 m, Belgjarfjall (Vindbelgur) 250 m