Ný ferð 19. júlí: Fljótsheiði – fræðsluferð um forna garða

Fljótsheiði – fræðsluferð um forna garða skorskor

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Áætlaður göngutími er 4–5 klst.
Gengið verður um forna garða á Fljótsheiði. Sagt er frá þessum görðum í bók Árna Einarssonar „Tíminn sefur“ sem kom út 2019. Vegalengd um það bil 11 km. Gönguhækkun ca. 150 m. Selflytja þarf bíla stutta vegalengd milli Hamra og Rauðuskriðu. Munið að skrá ykkur hér
Í ferðum Ferðafélags Akureyrar þar sem sameinast er í bíla taka allir þátt í kostnaði með því að greiða bílstjóra hvers bíls fyrir sig. Þátttakendur í ferðum FFA eru minntir á að virða gildandi sóttvarnareglur á hverjum tíma, gæta hreinlætis, hafa handspritt meðferðis og taka tillit til ferðafélaga nú þegar tveggja metra reglan er valkvæð.