Skráning er hafin á Öskjuveginn

16. – 22. júlí. Öskjuvegur, sumarleyfisferð. Trússferð (3 skór)
16. – 22. júlí. Öskjuvegur, sumarleyfisferð. Trússferð (3 skór)
Gist í skálum og gengið með lágmarksbúnað, en svefnpoka og nesti þarf að bera í Bræðrafell og þaðan í Dreka. Að öðru leyti er ekið með farangur á milli skála. Fullt fæði, gisting, akstur og fararstjórn er innifalið í verðinu.
1. d. Ekið í Herðubreiðarlindir.
2. d. Gengið eftir stikaðri leið úr Herðubreiðarlindum, vestur í skála FFA við Bræðrafell. Vegalengd 17 – 19 km.
3. d. Gengið eftir stikaðri leið suður frá Bræðrafelli að Dreka, skála FFA austan undan Dyngjufjöllum. Vegalengd 20 – 22 km.
4. d. Gengið eftir stikaðri leið frá Drekagili, yfir Dyngjufjöll að Öskju, e.t.v. farið í sund í Víti. Hópurinn verður sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður tilbaka að Dreka.
5. d. Ekið upp í Öskjuop. Gengið eftir stikaðri leið þaðan, yfir Dyngjufjöll um Jónsskarð og niður í Dyngjufjalladal. Gist í Dyngjufelli, skála FFA. Vegalengd 19 – 20 km.
6. d. Frá Dyngjufelli er gengið norður Dyngjufjalladal og í Suðurárbotna. Gist í Botna, skála FFA. Vegalengd 20 – 22 km.
7. d. Lokadag göngunnar er fylgt gömlum jeppaslóða frá Botna niður um Suðurárbotna og meðfram Suðurá að Svartárkoti. Vegalengd 15 – 16 km. Ekið í Mývatnssveit um Engidal og Stöng, farið í Jarðböðin í Mývatnssveit. Snæddur kvöldmatur í Gamla Bænum í Reynihlíð (ekki innifalið í verðinu).
Ekið til Akureyrar.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson
Verð: Kr. 44.000/49.000
Brottför kl. 16.00