Söguganga - raðganga

Það hefur nokkuð verið spurt eftir söguferðum og af hverju ekki að byrja á sögu alþýðunnar?
Ferðafélag Akureyrar efnir til raðgöngu um slóðir Helgu Sörensdóttur í Köldukinn og Reykjadal í Þingeyjarsýslu þar
sem saga hennar verður rakin.

Þann 3. júlí verður boðið upp á yfirlits- og kynningargöngu og 10. júlí verður farin barna- og fjölskylduferð þar sem fjallað verður um bernsku Helgu og fræðst um blóm og nytjajurtir. Í ágúst (6., 21. og 28. ágúst) verður svo gengið í fótspor Helgu og sagðar sögu af henni og af ábúendum í Kinninni og í Reykjadal.

Kynnið ykkur þetta enn frekar á þessum tengli.