Tvær ferðir laugardaginn 28. júní

Laugardaginn 28. júní eru tvær ferðir á áætlun hjá FFA.

Barna- og fjölskylduferð að Skeiðsvatni, lagt af stað frá FFA Strandgötu 23 kl. 10. Skemmtileg ganga og fallegt umhverfi ekki síst fyrir börn að upplifa fjallasalina sem þarna eru.

Hin ferðin er á Gusthnjúk á Höfðaströnd í Skagafirði með Unu Þóreyju sem þekkir þetta umhverfi vel. Alltaf gaman að fara með heimafólki um þeirra slóðir. Lagt af stað frá FFA, Strandgötu 23 kl. 8.

Muna bara að skrá sig:
Barna- og fjölskylduferð að Skeiðsvatni, frí ferð. (tengill)

Gusthnjúkur á Höfðaströnd, Skagafirði (tengill)