Tvö skíðagöngunámskeið hjá FFA í byrjun árs 2024

Tvö skíðagöngunámskeið verða hjá FFA í byrjun árs 2024, grunnnámskeið og framhaldsnámskeið.

Ertu byrjandi á utanbrautargönguskíðum (gönguskíði sem eru breiðari en venjuleg brautarskíði og með stálköntum) og langar að fara í skíða­gönguferðir t.d. með Ferðafélagi Akureyrar? Ef svarið er já, þá er þetta námskeið fyrir þig. Á námskeiðinu verður farið í grunntækni á utanbrautarskíðum, meðferð skíða (áburð og um­önnun), klæðnað og útbúnað fyrir lengri og styttri ferðir.
Grunnnámskeiðið hefst 23. janúar 2024.

Framhaldsnámskeið hefst 20. febrúar 2024.
Þátttakendur þurfa að hafa einhverja reynslu af því að skíða á utanbrautargönguskíðum, geta beitt þeim og skíðað í 3-4 klst. Á námskeiðinu er farið í ferðir sem ekki eru eingöngu á flatlendi, þó ekki í miklu brattlendi.
Markmiðið er að vera saman, læra á sjálfan sig og betur á skíðin og hafa gaman.

Sjá meira um bæði námskeiðin hér.