Viðbótarferð 4. júlí: Niður með Skjálfandafljóti

Niður með Skjálfandafljóti 

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson
Verð: 3.500/2.000 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Afar falleg leið niður með Skjálfandafljóti. Gengið verður frá Fremstafelli norður með Skjálfandafljóti um Barnafell og að Barnafossi þar sem verður stoppað og sagan rifjuð upp. Síðan verður gengið ofan við gljúfur Skjálfandafljóts í Fellsskóg og þaðan út í Ljósvetningabúð. Selflytja þarf bíla.
Vegalengd um 11 km, göngutími ca. 4-5 klst.

Skráning