Viltu taka þátt í fjölbreyttu og skemmtilegu starfi hjá FFA?

Ferðafélag Akureyrar auglýsir eftir áhugasömu fólki í nefndir félagsins.

Skálanefndir félagsins fara í vinnuferðir tvisvar á ári. Aðrar nefndir eru ekki síður áhugaverðar eins og ferðanefnd sem sér um ferðaáætlun og gönguleikinn Þaulann. Nefnd um barna- og fjölskyldustarf og nefnd sem skipuleggur hreyfiverkefni eru í mikilli þróun. Félaga- og kynningarnefnd hefur það hlutverk að koma með nýjungar í starf FFA og kynna félagið út á við. Viðburða- gönguleiða- og ritnefnd hafa ákveðin hlutverk. Allar vilja þær fá liðsauka.

Ef þið eigið í vandræðum með að velja nefnd hafið þá samband við Þorgerði, formann FFA, á netfangið formadur@ffa.is / í síma 692 6904 eða Einar, gjaldkera FFA, á netfangið einhj@simnet.is / í síma 854 0247. Við hlökkum til að heyra frá ykkur.

Kynnið ykkur starf FFA á heimasíðu félagsins, þar er margt að gerast og góður félagsskapur.