Lengri ferðir 2022

 

Lengri ferðir sumarið 2022

Sumarleyfisferðir og helgarferðir.

Hér er hægt að skrá sig í ferðirnar

Skráning í fjölskylduferðina í Lamba

1. - 2. JÚLÍ 2022
Krepputunga-Sönghofsdalur. Tjaldferð 
Brottför kl. 16 á einkabílum (jeppum, jepplingum) frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson
Fólk sameinist í bíla og deili kostnaði. Ekið um Möðrudal og síðar Kverkfjallaslóð
inn í Arnardal og tjaldað. Þaðan ekið að Kreppubrú og bílum lagt. Þaðan er gengið
á söndum út í tunguna í átt að ármótum, um Sönghofsdal og ummerki um gamla
árfarvegi skoðaðir.
Vegalengd um 18 km. Gönguhækkun óveruleg.
Verð: 6.500/8.500. Innifalið: Fararstjórn.

14. - 17. JÚLÍ 2022
Bræðrafell-Askja 
Brottför kl. 8 á einkabílum (jeppum) frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Maria Johanna van Dijk.
1. d. (fimmtudagur). Ekið í Herðubreiðarlindir. Eftir kaffihressingu er gengið
um fremur greiðfært hraun í Bræðrafell og gist þar, 17 km.
2. d. Gengið á Kollóttudyngju og Bræðrafell skoðað. Gist í Bræðrafellsskála.
3. d. Gengið frá Bæðrafelli í Drekagil. Vegalengd 17 km. Gist í Dreka.
4. d. Gengið frá Dreka yfir Dyngjufjöll að Öskju. Hópurinn sóttur á bílastæðið
við Öskjuop og keyrður til baka í Dreka þar sem bílarnir bíða. Ekið heim um kvöldið.
Bílar þátttakenda verða ferjaðir frá Herðubreiðarlindum upp í Dreka.
Verð: 25.000/30.000. Innifalið: Fararstjórn og gisting.
Staðfestingargjald 6.000 kr. Þessa ferð þarf að greiða að fullu tíu dögum fyrir brottför.
Lágmarksfjöldi til að ferð verði farin: 8 manns. Hámarksfjöldi: 15 manns.

24. - 28. JÚLÍ 2022
Öskjuvegur. Sumarleyfisferð 
Brottför kl. 17 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Guðlaug Ringsted.
Gist í skálum og gengið með lágmarksbúnað, ekið með farangur á milli skála.
1. d. (sunnudagur). Ekið í Dreka, skála FFA austan Dyngjufjalla, með viðkomu
í Herðubreiðarlindum. Bíllinn heldur áfram og skilur eftir farangur ferðalanga í
Dyngjufjalladal og í Suðurárbotnum.
2. d. Gengið eftir stikaðri leið frá Drekagili, yfir Dyngjufjöll að Öskju, e.t.v. farið
í sund í Víti. Hópurinn verður sóttur á bílastæðið við Öskjuop og ekið til baka
að Dreka. Vegalengd 13-14 km.
3. d. Ekið upp í Öskjuop. Gengið eftir stikaðri leið þaðan, yfir Dyngjufjöll um
Jónsskarð og niður í Dyngjufjalladal. Gist í Dyngjufelli, skála FFA. Vegalengd 14 km.
4. d. Frá Dyngjufelli er gengið norður Dyngjufjalladal í Suðurárbotna.
Gist í Botna, skála FFA. Vegalengd 20–22 km.
5. d. Lokadag göngunnar er fylgt gömlum jeppaslóða frá Botna niður um
Suðurárbotna og meðfram Suðurá að Svartárkoti. Vegalengd 15–16 km. Ekið til Akureyrar.
Verð: 75.000/80.000. Innifalið: Fararstjórn, gisting, akstur og flutningur á farangri.
Staðfestingargjald 15.000 kr. Þessa ferð þarf að greiða að fullu tíu dögum fyrir brottför.
Lágmarksfjöldi til að ferð verði farin: 8 manns. Hámarksfjöldi: 14 manns.

31. JÚLÍ - 1. ÁGÚST 2022 
Barna- og fjölskylduferð: Lambi á Glerárdal
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn:
Lagt er af stað frá bílastæðinu við uppgönguna á Súlur og gengið fram
Glerárdal í skálann Lamba þar sem gist verður eina nótt. 
Heildarvegalengd 22 km (11 km hvorn dag). Gönguhækkun 440 m.
Frítt er í ferðina fyrir alla, ekki þarf að greiða fyrir gistinguna. Norðurorka styrkti FFA til þessa verkefnis og þökkum við þeim stuðninginn.

12. - 14. ÁGÚST 2022
Herðubreið 1682 m. 
Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Leo Broers og Viðar Örn Sigmarsson.
Árleg ferð FFA á þjóðarfjallið. Ekið í Herðubreiðarlindir og gist þar í tjöldum eða
skála í tvær nætur. Gengið á Herðubreið á laugardegi og haldið heim á sunnudegi.
Hjálmur, broddar eða klær og ísexi er nauðsynlegur búnaður. önguhækkun um 1000 m.
Verð: Í skála: 13.000/18.000. Í tjaldi: 9.000/12.000. Innifalið: Fararstjórn og gisting.
Staðfestingargjald 3.000 kr. Þessa ferð þarf að greiða að fullu tíu dögum fyrir brottför.
Lágmarksfjöldi til að ferð verði farin: 8 manns. Hámarksfjöldi: 20 manns.

 Erfiðleikastig ferða