Viðbótarferðir 2020

Viðbótarferðir í maí og júní 2020 

FFA finnur fyrir auknum áhuga á ferðum félagsins og undanfarið hafa margir nýir félagar skráð sig í félagið.  Af því tilefni ætlar FFA að auka framboð á ferðum í sumar og bæta við ferðaáætlunina. Til að byrja með verður boðið upp á þrjár gönguferðir í maí og júní. Fyrirhugað er að bæta fleiri ferðum við í júlí. Lögð verður áhersla á fjölbreytni í ferðaáætluninni í heild.  

 

31. maí Reykjahlíð - Dimmuborgir

Stóragjá – Grjótagjá – Hverfjall – Dimmuborgir skorskor

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingibjörg Elín Jónasdóttir
Verð: 3.500/2.000.  Innifalið: Fararstjórn.

Gangan  hefst við upplýsingamiðstöðina (Mývatnsstofu) í Reykjahlíðarþorpinu. Nánari upplýsingar og skráning hér

 

8. júní Fjölskyldurferð - fjöruferð að Gásum skor

Mæting á bílastæðið að Gásum kl. 17, fjöruferðin tekur 1,5 tíma.  Brynhildur Bjarnadóttir náttúrufræðingur sýnir okkur ýmislegt áhugavert í fjörunni. 
Frí ferð. Engin skráning. Nánari upplýsingar hér.

 

20. júní Látraströnd – létt sólstöðuganga  skor

Gengið eftir Látraströndinni í fylgd heimamanns. Njótum sólsetursins.

Brottför kl. 22 frá Finnastöðum. Aðeins farið ef gott skyggni verður. 
Frí ferð, engin skráning.
Vegalengd fram og til baka er 7 – 8 km og því tilvalin fjölskylduferð.

 

28. júní Bryðjuskál í Staðarbyggðarfjalli skorskor

Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson 
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Tími: 3-4 klst.

Nánari upplýsingar og skráning hér