Viðbótarferðir 2020

Viðbótarferðir sumarið 2020

FFA finnur fyrir auknum áhuga á ferðum félagsins og undanfarið hafa margir nýir félagar skráð sig í félagið.  Af því tilefni ætlar FFA að auka framboð á ferðum í sumar og bæta við ferðaáætlunina. Til að byrja með verður boðið upp á þrjár gönguferðir í maí og júní. Fyrirhugað er að bæta fleiri ferðum við í júlí. Lögð verður áhersla á fjölbreytni í ferðaáætluninni í heild.  

Ágúst 2020:

15. - 16. ágúst: Helgarferð í Herðubreiðarlindir og Öskju
Ferðafélag Akureyrar býður upp á helgarferð í Herðubreiðarlindir og Öskju helgina 15. -16. ágúst.
Farið verður með rútu í Dreka, gengið að Öskjuvatni og Víti, gist í Herðubreiðarlindum.
Frítt fyrir börn að 18 ára aldri í fylgd með fullorðnum.

Nánari upplýsingar og skráning hér.

------------------

Júlí 2020:

19. júlí 2020: Fljótsheiði – fræðsluferð um forna garða – 2 skór

Ný ferð
Lagt af stað kl. 9 frá skrifstofu FFA, Strandgötu 23. Þar verður safnast saman í bíla. Selflytja þarf bíla milli Hamra og Rauðuskriðu.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson
Verð: 3500/2000 kr. Innifalið: fararstjórn.

Gengið verður um forna garða á Fljótsheiði. Sagt er frá þessum görðum í bók Árna Einarssonar „Tíminn sefur“ sem kom út 2019. Ingvar Teitsson ætlar að leiða gönguna sem er ca. 11 km löng og göngutími um það bil 4 – 5 klst. með stoppum. 

Vegalengd: ca. 11 km.
Gönguhækkun: ca 150 m.

Nánari upplýsingar og skráning hér.

 

26. júlí: Hrossadalur - Þórisstaðaskarð - Hamragil - 2 skór

Lagt af stað kl. 9 frá FFA, Strandgötu 23. 
Fararstjórn: Roar Kvam
Verð: 3500/2000 kr. Innifalið: Fararstjórn

Ekið upp í Víkurskarð. Gengið verður fram Hrossadal suður af skarðinu og m.a. leifar af gamalli rétt skoðaðar. Síðan er haldið áfram að Þórisstaðaskarði og að upptökum Hamragils. Þá er sveigt til norðurs að Víkurskarði. Göngutími 5 – 6 klst.

Vegalengd um 14 km.
Gönguhækkun ca. 200m.

Nánari upplýsingar og skráning hér.

-------------

Júní 2020:

8. júní Fjölskyldurferð - fjöruferð að Gásum skor

Mæting á bílastæðið að Gásum kl. 17, fjöruferðin tekur 1,5 tíma.  Brynhildur Bjarnadóttir náttúrufræðingur sýnir okkur ýmislegt áhugavert í fjörunni. 
Frí ferð. Engin skráning. Nánari upplýsingar hér.

 

20. júní Látraströnd – létt sólstöðuganga  skor

Gengið eftir Látraströndinni að Svínaránesi í fylgd heimamanns, Björns Ingólfssonar. Gengið eftir jeppaslóð, það getur verið blautt.

Mæting að Finnastöðum og hefst gangan þaðan kl. 22. Aðeins farið ef gott skyggni verður. 
Frí ferð.
Vegalengd fram og til baka er 7 – 8 km og því tilvalin fjölskylduferð. Gert er ráð fyrir nestisstoppi og því gott að taka með sér eitthvað að maula.
Njótum sólarlagsins.

 

28. júní Bryðjuskál í Staðarbyggðarfjalli skorskor

Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson 
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Tími: 3-4 klst.

Nánari upplýsingar og skráning hér

---------

Maí 2020:

31. maí Reykjahlíð - Dimmuborgir

Stóragjá – Grjótagjá – Hverfjall – Dimmuborgir skorskor

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingibjörg Elín Jónasdóttir
Verð: 3.500/2.000.  Innifalið: Fararstjórn.

Gangan  hefst við upplýsingamiðstöðina (Mývatnsstofu) í Reykjahlíðarþorpinu. Nánari upplýsingar og skráning hér