Ferðast með allt á bakinu

Ferðast með allt á bakinu 2023

 

SKRÁNING

Ferðast með allt á bakinu við íslenskar aðstæður er alveg nýtt verkefni hjá FFA. Tilgangurinn er að auka fræðslu um gönguferðir og markmiðið að þátttakendur læri að ferðast með allt á bakinu og skipuleggja eigin ferðir með ábyrgð og öryggi í huga. Þátttakendur læra að skipuleggja gönguferð með tjald og öðlast öryggi í að undirbúa þannig ferð. Farið verður yfir hvernig best er að nesta sig og klæða, elda á prímus og tjalda, velja leiðir og þvera ár, nota áttavita, kort og smáforrit auk annars sem gott er að kunna. Lögð verður áhersla á að umgangast náttúruna af virðingu.

Þátttakendur þurfa að vera nokkuð vanir gönguferðum og geta farið í gönguferðir með allt á bakinu. Verkefnið hefst 16. apríl og því lýkur 25. júní 2023.

Byrjað verður á fræðsludegi með stuttri gönguferð. Síðan verða tvær ferðir þar sem miðað er við að ganga með allt á bakinu í 2-3 klst. og gista í tjaldi.

Hér er hægt að sjá dagskrána

Fararstjórn og leiðsögn er í höndum Marjolijn van Dijk og Steinunnar Þórisdóttur.

Lágmarksfjöldi er 12 manns og hámarksfjöldi 18 manns.

Verð: 31.000 kr. fyrir félaga í FFA og FÍ. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir aðra kostar námskeiðið 36.000 kr. Greiða þarf þegar skráningu lýkur, krafa verður stofnuð í netbanka. Ekki er endurgreitt eftir að verkefni er hafið.

Nánari upplýsingar veitir: Marjolijn van Dijk fararstjóri á netfanginu hubertus@simnet.is eða í síma 863-5839. Formaður FFA veitir einnig upplýsingar á netfanginu formadur@ffa.is eða í síma 692-6904.

Skráningu lýkur 13. apríl og verkefnið hefst 16. apríl. Skráningarhnappur er efst á síðunni.

 

Mikilvægt:

Ekki er endurgreitt eftir að verkefni er hafið.

Í verkefnum og ferðum FFA ferðast þátttakendur á eigin ábyrgð. FFA tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur fólk til að kynna sér eigin heimilistryggingar eða kaupa ferða- og slysatryggingu.

Hagstætt er að gerast félagi í FFA. Með félagsskírteini FFA fæst afsláttur í mörgum sportvöruverslunum s.s. Skíðaþjónustunni og Útivist og sport auk afsláttar í ferðir, verkefni og gistingu í skálum, sjá nánar: Gerast félagi í FFA, þar getið þið skráð ykkur í félagið.