Núvitund í náttúrunni

Núvitund í náttúrunni hjá FFA 2023

 

Verkefnið Núvitund í náttúrunni er nýtt hjá FFA og liður í að auka fjölbreytni í starfi félagsins. Í núvitund er athyglinni beint meðvitað að því sem á sér stað - að vera með því sem er, eins og það er - án þess að reyna að breyta, stýra eða dæma.

Farið verður í léttar gönguferðir þar sem þátttakendur eru leiddir í gegnum núvitundar­æfingar úti í náttúrunni. Hughrifin af umhverfinu eru efld með því að beina sjónum að landslagi og náttúrunni, hlusta á hljóðin í náttúrunni, finna lykt í loftinu, bragð í munni og snertingu við jörðina.

Verkefnið hefst 23. apríl og því lýkur 14. maí, alls sex skipti. Á virkum dögum eru ferðirnar frá kl. 17:00-19:00 og helgarferðir frá kl. 10:00-15:00.

Hér er hægt að sjá dagskrána

Rannsóknir sýna fram á heilnæmi þessarar aðferðar fyrir heilsu og líðan fólks, hún getur m.a. dregið úr streitu og einkennum kvíða og þunglyndis. Umsjón með verkefninu hefur Þuríður Helga Kristjánsdóttir og með henni verða mismunandi aðilar. Alltaf verða tveir fararstjórar/kennarar.

Lágmarksfjöldi er 12 manns.

Verð: 21.000 kr. fyrir félaga í FFA og FÍ. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir aðra kostar námskeiðið 26.000 kr.
Greiða þarf þegar skráningu lýkur, krafa verður stofnuð í netbanka. Ekki er endurgreitt eftir að verkefnið er hafið.

Skráningu lýkur 18. apríl og verkefnið hefst 23. apríl. Skráningarhnappur er hér á síðunni.

Nánari upplýsingar veitir: Þuríður Helga Kristjánsdóttir; sími 832 3339 eða netfang thuridurhk@gmail.com. Einnig veitir formaður FFA upplýsingar á netfanginu formadur@ffa.is eða í síma 692 6904.

Mikilvægt:

Ekki er endurgreitt eftir að verkefni er hafið.

Í verkefnum og ferðum FFA ferðast þátttakendur á eigin ábyrgð. FFA tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur fólk til að kynna sér eigin heimilistryggingar eða kaupa ferða- og slysatryggingu.

Hagstætt er að gerast félagi í FFA. Með félagsskírteini FFA fæst afsláttur í mörgum sportvöruverslunum s.s. Skíðaþjónustunni og Útivist og sport auk afsláttar í ferðir, verkefni og gistingu í skálum, sjá nánar: Gerast félagi í FFA, þar getið þið skráð ykkur í félagið.