Lambi

Lambi
Gistipláss
16 manns
Staðsetning
Norðurland Eystra
Gjaldskrá
4.500 / 6.500 kr
GPS staðsetning:
N 65°34.880 - W 18°17.770
Hæð yfir sjávarmáli
720m
Aðgengi
Aðeins gangandi
Skálavörður
Nei

BÓKA SKÁLANN

Staðsetning: Lambi stendur í Glerárdal suðvestan Akureyrar. Frá vegi að skálanum er stikuð gönguleið, 11 km. Þar hafa verið lagðar nokkrar göngubrýr yfir mýrlendi. Göngufólk þarf að athuga að engin brú er yfir Glerána við skálann.

Ef farið er að vetri til þarf fólk að skoða vel veðurspá og kynna sér upplýsingar um ferðir í Lamba að vetri til. Upplýsingar um vetrarferðir í Lamba má nálgast hér.

Lýsing á skála: Skálinn er 44.4m² að grunnfleti og auk þess er 19.3 m² verönd sólarmegin við húsið. Þar er gistirými fyrir 16 manns, svefnpokapláss í kojum. Í skálanum eru eldhúsáhöld, sólóvél og gashella. Lækur er skammt frá sunnan skálans þangað sem vatn er sótt. Kamar. Forstofa er ólæst en innri skálinn er læstur svo panta þarf gistingu.

Gönguleiðir í umhverfi skálans: Fjölbreyttar gönguleiðir frá skálanum um fjöll og dali á Glerárdalssvæðinu. Sjá gönguleiðakort FFA: Glerárdalur, þar eru góðar lýsingar á miserfiðum gönguleiðum frá Lamba. Kortið er hægt að fá keypt á skrifstofu FFA. Einnig er bent á bókina Fjallgönguleiðir um Glerárdal sem FÍ gaf út og fæst einnig á skrifstofu FFA eða í netverslun FÍ.

Dæmi um gönguleiðir frá Lamba sem eru t.d. á kortinu um Glerárdal:

Leið 7: Frá Lamba norður Glerárdal að vestan merkt auðveld. Vegalengd 12km, allt niður í móti að kalla en vaða þarf yfir ána til að komast yfir á vestari árbakkann.

Leið 7a þar sem gengið er upp að Tröllunum er hægt að taka um leið og gönguleið 7 er gengin ef vill en hún er nokkuð krefjandi, 450m lóðrétt hækkun upp að Tröllunum.

Leið 3: Kerling frá Lamba. Mjög krefjandi leið.

Leið 4: Frá Lamba niður Finnastaðadal. Nokkuð krefjandi leið.

Byggingarsaga: Árið 1975 reisti Ferðafélag Akureyrar lítinn skála í Glerárdal, Lamba. Sá skáli eða Gamli Lambi var aðeins 11.5 m² að grunnfleti og tók 6 manns í kojur. Árið 2013 hófst vinna við að byggja nýjan Lamba. Hann var byggður á Akureyri og fluttur inn á Glerárdal í apríl/maí 2014 og var vígður formlega 4. maí 2014. Um smíði og flutning skálans má lesa í riti FFA, Ferðir 2015. 

Umfjöllun á Hringbraut um Lamba er hægt að sjá hér

Bóka skálann

Aðstaða í/við skála
Staðsetning lykla
Skrifstofa FFA
Símanúmer
462 2720