- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Þaulinn 2025
- Skálar
- Myndir
Úr Ljómatúni inn í skóginn í Naustaborgum
Bílum lagt í Ljómatúni, vesturenda götunnar, þar sem eru góð bílastæði. Þaðan er lagt af stað kl. 17 inn í Naustaborgirnar og hringinn í kringum Kjóatjörn (Hundatjörn) og endað á sama stað og byrjað var á.
Ferð þar sem er farið hægt yfir og tíminn notaður í að horfa spá og skoða það sem fyrir augu ber á leiðinni, t.d. klappir holt og mýri, plöntur og tré, flugur og fugla eða hvað annað sem vekur forvitni þátttakenda.
Gangan tekur um það bil 2 klst
Vegalengd c.a. 3 km. Gönguhækkun um 50m. Tími ferðar 2-2,5 klst.
Ferðin er ókeypis en nauðsynlegt að skrá þá sem vilja fara.