Barna- og fjölskylduferð: Fálkafell-Gamli-Hamrar

Barna- og fjölskylduferð: Fálkafell-Gamli-Hamrar

Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ásrún Ösp Jónsdóttir
Lagt er af stað við gráa skúra Norðurorku við Súluveg. Þaðan er gengið eftir vegi að Fálkafelli og svo eftir slóða að Gamla og niður að læknum þar sem endað er á tjaldsvæðinu við Hamra. Gönguhækkun er í byrjun ferðar og svoaflíðandi ganga eftir það. Gönguferð sem ætti að henta flestum. Gott útsýni er inn og út Eyjafjörð á leiðinni, fjölbreytt landslag þar sem bæði er farið yfir mýrar og í gegnum skóg. Fararstjóri verður með bíl við Hamra og getur ferjað fólk til að sækja bíla á upphafsstað.
Heildarvegalengd er 5,5 km. Gönguhækkun 190 m.
Ferðin tekur u.þ.b. 4-5 klst. 
Þátttaka ókeypis. 
ATH. Áætlaður tími ferða er aðeins viðmið og fer eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni.

Skráning