Barna- og fjölskylduferð: Lambi á Glerárdal

Barna- og fjölskylduferð: Lambi á Glerárdal

(Ferðinni var frestað til 6.-7. ágúst vegna veðurs þegar hún átti að vera)

Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jónína Sveinbjörnsdóttir
Lagt er af stað frá bílastæðinu við uppgönguna á Súlur og gengið fram Glerárdal í skálann Lamba þar sem gist verður eina nótt. Heildarvegalengd 22 km (11 km hvorn dag). Gönguhækkun 440 m.
Frítt er í ferðina fyrir alla, ekki þarf að greiða fyrir gistinguna. Norðurorka styrkti FFA til þessa verkefnis og þökkum við þeim stuðninginn.

Skráning