Bræðrafell-Askja

Bræðrafell-Askja

Brottför kl. 8 úr Mývatnssveit.
Fararstjórn: Marjolijn van Dijk

Farið úr Mývatnssveit annað hvort á einkabílum eða með rútu. Gist er í Bræðrafelli og Dreka. Bera þarf allan farangur og því mikilvægt að huga að því sem tekið er með. Svæðið sem farið er um státar af fallegum hraunmyndunum, auðn, litadýrð og ekki síst kyrrð. Nálægðin við Herðubreið hefur líka sín áhrif.

1.d., sunnudagur: Ekið í Herðubreiðarlindir. Eftir kaffi er gengið um greiðfært hraun í Bræðrafell og gist. Vegalengd 19 km.

2.d., mánudagur: Gengið á Kollóttudyngju og Bræðrafell skoðað. Gist í Bræðrafellsskála. Vegalengd 8-12 km.

3.d., þriðjudagur: Gengið frá Bræðrafelli í Drekagil. Gist í Dreka. Vegalengd 21-22 km.

4. d., miðvikudagur: Gengið frá Dreka yfir Dyngjufjöll að Öskju. Ekið heim.
Vegalengd 10-11 km. Gönguhækkun er óveruleg.

Verð: 37.000/42.000. Innifalið: Fararstjórn og gisting í 3 nætur. Ekki innifalið: Ferðir, matur.
Þessa ferð þarf að greiða að fullu viku eftir skráningu, krafa verður stofnuð í netbanka. Sjá nánar um greiðsluskilmála hér

Búnaðarlisti