Ferðast með allt á bakinu

Ferðast með allt á bakinu - námskeið - fimm skipti

Ferðast með allt á bakinu við íslenskar aðstæður er nýtt verkefni hjá FFA. Tilgangurinn er að auka fræðslu um gönguferðir og markmiðið; að þátttakendur læri að ferðast með allt á bakinu og skipuleggja eigin ferðir með ábyrgð og öryggi í huga. Þátttakendur læra að skipuleggja gönguferð með tjald og öðlast öryggi í að undirbúa þannig ferð. Farið verður yfir hvernig best er að nesta sig og klæða, elda á prímus og tjalda, velja leiðir og þvera ár, nota áttavita, kort og smáforrit auk annars sem gott er að kunna. Námskeiðið byggist upp á fræðslu ásamt styttri og lengri ferðum.

Verkefni hefst 16. apríl með fræðslu. Því lýkur með útilegu í lok júní.

Sjá nánar á síðu verkefnisins