Fossagöngur með séra Svavari A. Jónssyni -aflýst

Ferðafélag Akureyrar ætlar að bjóða upp á þrjár fossagöngur í byrjun ágúst í samstarfi við séra Svavar A. Jónsson en hann hefur gefið út bókina „Gljúfrabúi og giljadísir“. Bókin er byggð upp af myndum af fossum og er tilgangur bókarinnar að vekja athygli á fossum í nánasta nágrenni okkar. Allir eru þeir í nágrenni Akureyrar. Gil sem farið verður í til að skoða fossa eru Þverárgil í Eyjafirði, Fossárgil við Þelamörk og Myrkárgil í Hörgárdal. Nánar um ferðirnar í viðburðum um hverja ferð fyrir sig.

4. ágúst: Þverárgil í Eyjafirði, sjá nánar hér.
5. ágúst: Fossárgil við Þelamörk, sjá nánar hér.
6. ágúst: Myrkárgil í Hörgárdal, sjá nánar hér.