Frá Hrauni að Hraunsvatni
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Hulda Jónsdóttir
Gangan hefst hjá Hrauni í Öxnadal. Gengin er stikuð leið frá bænum upp grasi gróna brekku og móa. Við tekur ævintýralegt landslag undir Drangafjalli en lægðin þar nefnist Drangabollar. Gengið er suður að Hraunsvatni og farið meðfram Hraunsá til baka í gegnum hraunið og aftur að Hrauni.
Vegalengd alls 8-9 km. Gönguhækkun 400 m.
Þátttaka ókeypis.