Fuglaskoðun í Naustaborgum (barna- og fjölskylduferð)

Fuglaskoðun í Naustaborgum

Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen
Þátttaka ókeypis.
Í maí er vorið að vakna og rétti tíminn til að skoða fuglana okkar. Í fuglaskoðunarferðinni ætlum við að reyna að sjá og heyra eins margar tegundir og mögulegt er og kenna ykkur að þekkja sem flesta fugla bæði staðfugla og farfugla. Tveir skrýtnir og skemmtilegir fuglakallar ætla að leiðbeina okkur við skoðunina. Gott er að hafa með sér kíki og klæða sig eftir veðri. Ferðin tekur u.þ.b. 2 klst.

Hér er stutt myndband um fuglalífið í Naustaflóa unnið af Eyþóri Inga Jónssyni og færum við honum bestu þakkir fyrir.