Fuglaskoðunarferð um Friðland Svarfdæla

Fuglaskoðunarferð um Friðland Svarfdæla  

23. maí, laugardagur
Brottför kl. 9 með rútu frá FFA, Strandgötu 23
Fararstjórn: Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen
Fuglar skoðaðir í Friðlandi Svarfdæla. Farið verður á Böggvisstaðasand, að Flæðatjörn,
Hrísatjörn og Tjarnartjörn. Þar má búast við öllum helstu tegundum anda og vaðfugla.
Flórgoði og himbrimi eru árvissir á Hrísatjörn. Á Böggvisstaðasandi verpa t.d. kría,
stormmáfur, sandlóa og tjaldur. Frá Tjarnartjörn verður gengið yfir að Hánefsstaðaskógi
þar sem auðnutittlingur, glókollur, músarrindill, skógarþröstur og svartþröstur verpa. Rútan
kemur að skóginum og að lokum verður litið á fuglana á Saurbæjartjörn.
Gott er að hafa góðan sjónauka með.
Verð: 8.800 / 10.800 kr. Innifalið: Rúta og fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Skráning í ferð