Gengið á slóðir setuliðsins á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit

Ferðinni hefur verið aflýst!

Gengið á slóðir setuliðsins á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit

Brottför kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Brynjar Karl Óttarsson
Hópur áhugasamra einstaklinga um verndun stríðsminja í Eyjafirði hefur rannsakað Melgerðismela um nokkurt skeið. Við rannsóknir á braggagrunnum á Melunum hefur ýmislegt forvitnilegt litið dagsins ljós. Nýjasta uppgötvunin á Melunum eða Kassos field eins og amerískir setuliðsmenn kölluðu svæðið eru gripir sem tilheyrðu ungum flugmanni sem dvaldist á Melgerðismelum sumarið 1942 og orrustuvél hans. Sumarið 2022 voru 80 ár liðin frá því að Kassos fórst með vélinni á Melgerðismelum.
Brynjar Karl Óttarsson mun ganga með áhugasömum á slóðir John Kassos og allra hinna setuliðsmannanna á Melgerðismelum. Braggagrunnar verða skoðaðir og staðurinn þar sem John brotlenti vél sinni með fyrrgreindum afleiðingum.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn og leiðsögn.

Búnaðarlisti