Glerárdalur - blómaskoðunarferð

Glerárdalur - blómaskoðunarferð skorskor 

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Brynhildur Bjarnadóttir.
Verð: 3.500/2.000.  Innifalið: Fararstjórn.
Áætlaður göngutími er 4–6 klst.
Gengið frá bílastæði við Súlumýrar og inn Glerárdal, á leiðinni verður lögð áhersla á blómin sem á vegi verða. Við tökum okkur tíma til að skoða, greina og ræða um gildi þeirra og hlutverk í náttúrunni. Gott að hafa með sér plöntugreiningarbók, stækkunargler og nesti. Gangan er bæði á jafnsléttu en líka eitthvað á fótinn framar í dalnum. Þægileg gönguferð sem hentar öllum aldri.

Skráning