Gönguleikurinn Þaulinn 2025

Þaulinn; hinn sívinsæli gönguleikur Ferðafélags Akureyrar, er væntanlegur á heimasíðu FFA á 17. júní.

Þaulinn er skemmtileg afþreying og settur upp fyrir alla fjölskylduna, hann er tækifæri til hollrar útiveru við Eyjafjörð. Fjölbreyttar útivistarvörur í vinninga fyrir þá sem verða heppnir þegar dregið verður úr innsendum svarblöðum.

Á heimasíðu FFA er hægt að nálgast lýsingar og kort af leiðunum í Þaulanum og prenta út svarblöð fyrir þátttakendur. Svarblöð er einnig hægt að nálgast á skrifstofu FFA, Strandgötu 23, Akureyri. 

Hér er hægt að nálgast leikinn